Virknipunktagreining
Instant þjónustugátt
Sérsmíði í veflausnum

Hugbúnaðargerð

Habilis hefur víðtæka reynslu af þróun hugbúnaðar, bæði fyrir miðlara og vinnustöðvar. Sérstaklega hefur byggst upp mikil reynsla í þróun lausna fyrir þjónustuvefi, sölukerfi og gagnagrunnskerfi af ýmsu tagi.

Mörg undanfarin ár hefur mesta áherslan verið á þróun lausna fyrir Microsoft og .NET umhverfi. Sérstaklega ASP.NET, Windows Forms, Silverlight og nú síðast HTML5. Einnig hefur Habilis þróað stór og smærri kerfi fyrir PHP á Linux stýrikerfi.

Gagnagrunnar af ýmsu tagi hafa verið mikilvægur þáttur í lausnum Habilis í gegnum árin. Sett hafa verið upp vöruhús gagna og OLAP teningar þar sem við á. Mest hefur verið unnið með Microsoft SQL, Oracle og PostgreSQL gagnagrunnskerfi.

Hugbúnaðarmælingar hafa lengi verið nýttar til að mæla umfang kerfa, gæði og framleiðni við hugbúnaðargerð. Umfang kerfa hefur verið mælt með alþjóðlega stöðluðum virknipunktum, sem hefur nýst til að bæta áætlanagerð við þróun og viðhald kerfa.

 

Snjallsímar og spjaldtölvur

Habilis hefur góða þekkingu og reynslu af smíði smáforrita (e. apps) fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Notuð er tækni sem gerir það kleift að samnýta meirihluta kóðans fyrir flestar gerðir farsíma sem leiðir af sér hagræði og sparnað fyrir viðskiptavini. Þetta er mikilvægt í dag þegar nú eru í boði tvö stór stýrikerfi á þessum markaði, iOS og Android.

Fyrirtæki sem þjóna viðskiptavinum sínum með góðum lausnum í snjallsímum og spjaldtölvum hafa uppskorið vel. Viðskiptavinir tengjast fyrirtækinu betur í gegnum það tæki sem þeir hafa næst sér allan sólarhringinn, allt árið um kring. Þetta er góð og ódýr leið til þess annars vegar að miðla upplýsingum til viðskiptavina og hins vegar að gera honum kleift að sjá sjálfur um sín mál hjá fyrirtækinu. Það leiðir svo af sér sparnað og hagræðingu.